Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og grunnskólinn. Stjórnsýsluúttekt

17.01.2008

Í þessari skýrslu er fjallað um hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við að tryggja að öll sveitarfélög geti rekið grunnskóla sem fullnægir kröfum stjórnvalda. Hvorki er um að ræða mat á hvernig sjóðurinn starfar innan þeirra reglna sem um hann gilda – en ekkert bendir til annars en að sjóðurinn sinni starfi sínu vel – né úttekt á því hvernig færsla grunnskólans til sveitarfélaganna hefur tekist. Skoðað er hvernig sjóðnum tekst að jafna getu sveitarfélaga til að halda úti grunnskólum og tryggja að þau hafi fullnægjandi fé til reksturs þeirra, þ.e. hvort og að hve miklu leyti hann nær að draga úr aðstöðumun sveitarfélaga við að halda úti grunnskóla. Eins er reynt að svara því hvort kerfið tryggi jöfnuð nemenda, þ.e. að allir nemendur fái jafngóða skólaþjónustu óháð búsetu, og jöfnuð skattgreiðenda, þ.e. að íbúar sveitarfélaga sem búa við sömu skattheimtu njóti sömu þjónustu.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og grunnskólinn. Stjórnsýsluúttekt (pdf)

Mynd með færslu