Greinargerð um samning íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár

01.12.2007

Með bréfi, dags. 30. ágúst sl., óskaði forsætisnefnd Alþingis með vísan til 1. mgr. 3. gr. laga um Ríkisendurskoðun nr. 86/1997 eftir skýrslu um samning frá 9. maí sl. milli íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um tímabundna yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár. Svo sem frá greinir í bréfi forsætisnefndar Alþingis á erindi hennar rætur að rekja til beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um að Ríkisendurskoðun semji skýrslu þar sem farið er „ofan í saumana á samningi íslenska ríkisins annars vegar og Landsvirkjunar hins vegar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár og láti í ljós álit á því hvort sá gerningur fái staðist“, eins og orðrétt segir í bréfi þingflokksins til forsætisnefndar, dags. 22. ágúst sl. Forsætisnefnd féllst á framangreinda beiðni þingflokksins á fundi sínum 28. ágúst sl.

Greinargerð um samning íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár (pdf)

Mynd með færslu