Framkvæmd fjárlaga árið 2006

15.08.2007

Hér er gerð grein fyrir fjárheimildum og gjöldum stofnana sem teljast til A-hluta ríkissjóðs á árinu 2006. Uppgjörið byggir á endurskoðuðum upplýsingum úr fjárhagskerfum ríkissjóðs í júlí 2007 sem birtast í ríkisreikningi. Eins og síðustu ár er gerð ítarleg grein fyrir fjárhagsstöðu nokkurra stofnana og hvernig brugðist hefur verið við hallarekstri þeirra. Að þessu sinni eru skoðaðar valdar stofnanir menntamálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og landbúnaðarráðuneytis. Ríkisendurskoðun mun síðar fjalla um stofnanir annarra ráðuneyta með sama hætti. Að lokum er fjallað almennt um viðbrögð stofnana og ráðuneyta við endurteknum hallarekstri og veikleika fjárlagaferlisins í því sambandi.

Framkvæmd fjárlaga árið 2006 (pdf)

Mynd með færslu