Greinargerð Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju

01.08.2007

Hinn 8. maí síðastliðinn óskaði ríkisendurskoðandi eftir öllum gögnum Vegagerðarinnar er vörðuðu kaup á nýrri Grímseyjarferju og endurbætur á henni. Gögnin bárust Ríkisendurskoðun 1. júní síðastliðinn. Einnig var óskað eftir gögnum frá bæði samgönguráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu, enda höfðu ráðuneytin eðli málsins samkvæmt mikil afskipti af málinu, einkum þó samgönguráðuneytið. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar hafa auk þess fundað með og/eða fengið upplýsingar frá helstu aðilum málsins, þ.e. verkkaupanum (Vegagerðinni), verksalanum (Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf.), Navís Feng ehf. sem hefur eftirlit með endurbótunum á ferjunni, Ríkiskaupum sem annaðist útboð vegna kaupanna og endurbótanna, samgönguráðuneytinu, Siglingastofnun o.fl

Greinargerð Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju (pdf)

Mynd með færslu