Greinargerð um fjármál Byrgisins ses

15.01.2007

Í bréfi til Ríkisendurskoðunar, dagsettu 16. nóvember 2006, óskaði félagsmálaráðuneytið eftir því að Ríkisendurskoðun athugaði rekstur Byrgisins ses. vegna starfsemi meðferðarheimilisins að Efri-Brú í Grímsnesi og gæfi álit á því hvernig fjárstuðningi ríkisins væri varið af hálfu rekstraraðila Byrgisins.

 Byrgið hefur notið fjárstuðnings ríkisins frá árinu 1999 og nemur hann ásamt framlagi ríkisins vegna húsaleigu alls 188 m.kr. til og með árinu 2006. Tekið skal fram að framlagið vegna húsaleigu, samtals 25,5 m.kr., hefur runnið beint til Fasteigna ríkissjóðs.

Greinargerð um fjármál Byrgisins ses (pdf)

Mynd með færslu