Endurskoðun ríkisreiknings 2005

06.11.2006

Á árinu 2005 var afkoma A-hluta ríkissjóðs jákvæð um tæpa 113 ma.kr. sem svarar til ríflega fjórðungs af heildartekjum ársins. Svo jákvæð útkoma er einstök í ljósi þess að undanfarin ár hefur afkoman, ýmist jákvæð eða neikvæð, verið á bilinu 1-4% af tekjum. Tekjur ríkissjóðs jukust í heild um 118,7 ma.kr. eða 39,3% frá árinu á undan og námu 421,2 ma.kr. Gjöld jukust um 8,0 ma.kr. eða 2,6% frá fyrra ári og námu 308,4 ma.kr.

Endurskoðun ríkisreiknings 2005 (pdf)

Mynd með færslu