Ríkislögreglustjóri. Stjórnsýsluúttekt

24.10.2006

Undanfarin ár hefur starfsumhverfi lögreglunnar tekið miklum breytingum. Þessu valda m.a. breytt samfélagsgerð, íbúafjölgun og stóraukin samskipti milli landa. Jafnframt hefur kostnaður ríkisins vegna þessa málaflokks aukist verulega. Frá stofnun RLS hefur hann meira en tvöfaldast í krónum talið.  Á fyrsta heila rekstrarári RLS árið 1998 nam kostnaður embættisins um 7% af heildarkostnaði vegna löggæslumála en árið 2005 var hlutfallið komið í um 22%. Alls hefur kostnaður RLS rúmlega sexfaldast í krónum talið frá stofnun embættisins og fjöldi starfsmanna tæplega þrefaldast. Ástæðan er fyrst og fremst sú að embættinu hafa verið falin ný verkefni sem ýmist hafa verið flutt frá öðrum stofnunum eða tengjast nýjum viðfangsefnum lögreglunnar á undanförnum árum.

Ríkislögreglustjóri. Stjórnsýsluúttekt (pdf)

Mynd með færslu