Umhverfisstofnun. Stjórnsýsluúttekt

09.10.2006

Hinn 12. janúar 2006 leitaði umhverfisráðuneytið eftir því að Ríkisendurskoðun léti fara fram stjórnsýslu- og fjárhagsendurskoðun á Umhverfisstofnun (UST). Beiðnin var sett fram að ósk forstjóra UST og gerði hann grein fyrir erindinu í bréfi til ráðuneytisins.

Þá segir forstjóri UST í umræddu bréfi að í samskiptum stofnunarinnar við ráðuneytið hafi margsinnis komið fram að umfang þessara verkefna, sem og annarra lögboðinna verkefna stofnunarinnar, hafi farið stöðugt vaxandi með tilheyrandi auknu vinnuframlagi og fjárútlátum hjá stofnuninni, án þess að auknar fjárveitingar hafi komið til. Ekki hafi tekist að koma í veg fyrir hallarekstur þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir og nú sé svo komið, að mati forstjórans, að reksturinn sé kominn nærri þanmörkum, bæði hvað varðar fjármagn og álag á starfsfólk, og grípa þurfi til ráðstafana til að létta þar á. Þá geti stofnunin ekki tekið að sér frekari verkefni að óbreyttum tekjum og mannafla. Þess vegna sé óskað eftir stjórnsýslu- og fjárhagsendurskoðun á stofnuninni.

Umhverfisstofnun. Stjórnsýsluúttekt (pdf)

Mynd með færslu