Framkvæmd fjárlaga árið 2005

03.08.2006

Hér er gerð grein fyrir gjöldum A-hluta ríkissjóðs á árinu 2005. Uppgjörið byggir á upplýsingum úr fjárhagskerfum ríkissjóðs í júlí 2006, en endanlegt rekstraruppgjör birtist síðan í ríkisreikningi. Þrátt fyrir að ríkisreikningur liggi ekki fyrir í endanlegri gerð má samt slá því föstu að tölur sem lagðar eru til grundvallar í þessari skýrslu séu í reynd sem næst endanleg útkoma. Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun gaf út í júní 2005 var gerð grein fyrir fjárhagsstöðu nokkurra stofnana landbúnaðar- og menntamálaráðuneyta. Í þessari skýrslu er farið yfir stöðu nokkurra stofnana og fjárlagaliða hjá utanríkisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, samgönguráðuneyti og umhverfisráðuneyti

Framkvæmd fjárlaga árið 2005 (pdf)

Mynd með færslu