Endurskoðun ríkisreiknings 2004

22.11.2005

Á árinu 2004 var ríkissjóður rekinn með 2,0 ma.kr. tekjuafgangi sem er 8,1 ma.kr. betri afkoma en var árið 2003 þegar tekjuhalli var 6,1 ma.kr. Tekjur jukust því hlutfallslega meira en gjöld á árinu 2004.

Tekjur ríkissjóðs námu 302,4 ma.kr. sem er 27,9 ma.kr. eða tæp 10% aukning frá fyrra ári, en gjöld námu 300,4 ma.kr. sem er 19,7 ma.kr. eða 7% aukning frá fyrra ári. 

Endurskoðun ríkisreiknings 2004 (pdf)

Mynd með færslu