Úttekt á kaupum á sérfræðiþjónustu

28.10.2005

Í skýrslunni voru m.a. skoðuð kaup á ráðgjöf, sem ríkisaðilar í A-hluta ríkisreiknings keyptu í afmarkaðan tíma og fól að jafnaði í sér athugun á tilteknum vandamálum og tillögur að lausnum á þeim, aðstoð við þróun á nýjum kerfum eða nýjum möguleikum innan stofnunar, eða greiningu, ráðleggingu eða sérstakar rannsóknir. Fram kom að kostnaður ríkisstofnana vegna þess konar ráðgjafar nam 1.301 m.kr. á árinu 1998 eða um 64% alls sérfræðikostnaðar það ár. Flest voru þessi verkefni smá í sniðum, t.d. fengu aðeins 13,5% ráðgjafa greitt 500 þúsund kr. eða meira á árinu 1998 fyrir störf sín og aðeins 2,6% fengu greiddar 3 milljónir kr. eða meira. 

Úttekt á kaupum á sérfræðiþjónustu (pdf)

Mynd með færslu