Náttúrufræðistofnun. Rekstrar- og fjárhagsvandi

02.12.2004

Náttúrufræðistofnun Íslands á við fjárhagsvanda að glíma sem leysa verður hið fyrsta. Þessi vandi hefur raunar verið fyrir hendi í nokkur ár og ástæða hefði verið til að grípa til ráðstafana mun fyrr en raun ber vitni. Yfirmenn stofnunarinnar og talsmenn umhverfisráðuneytisins eru sammála um að með núverandi rekstri nái stofnunin ekki að sinna lögbundnum verkefnum með fullnægjandi hætti. Núverandi umfang stofnunarinnar kostar hins vegar um 25 m.kr. meira en fjárhagsrammi hennar leyfir og stefnir uppsafnaður halli í meira en 60 m.kr. í árslok 2004. Ef stofnuninni verður gert að laga sig að þeim ramma blasir við uppstokkun á starfsemi hennar með verulegri fækkun verkefna og uppsögnum.

Náttúrufræðistofnun. Rekstrar- og fjárhagsvandi (pdf)

Mynd með færslu