Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík. Mat á árangri

28.11.2003

Í bréfi til Ríkisendurskoðunar, dagsettu 19.8.2002, fór forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) fram á, fyrir hönd stjórnarnefndar LSH, að Ríkisendurskoðun tæki að sér í samvinnu við spítalann að gera úttekt á rekstri og árangri af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík, þ.e. Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala. Óskað var eftir því að úttektin tæki jöfnum höndum til árangurs í faglegu og rekstrarlegu tilliti.

Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík. Mat á árangri (pdf)

Mynd með færslu