„Fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu‘‘ Stjórnsýsluúttekt á rekstri Heilsugæslunnar í Reykjavík -

13.09.2002

Heilsugæslan í Reykjavík (HR) er stærsta stofnunin á sínu sviði hérlendis. Undir framkvæmdastjórn HR heyra 11 heilsugæslustöðvar sem þjóna alls tæplega 150.000 íbúum höfuðborgarsvæðisins. Á árinu 2001 voru unnin samtals 397 ársverk hjá stofnuninni og heildargjöld námu um 1,9 milljörðum króna. Á undanförnum misserum hafa málefni stofnunarinnar verið til umfjöllunar á opinberum vettvangi. Ef marka má umræðuna steðjar alvarlegur vandi að heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Því hefur t.a.m. verið haldið fram að stofnunin anni ekki eftirspurn eftir læknisþjónustu vegna manneklu og fjárskorts. Einnig að langvarandi deilur milli heilsugæslulækna og heilbrigðisyfirvalda um starfskjör og skipulag hafi valdið henni skaða.

„Fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu‘‘ Stjórnsýsluúttekt á rekstri Heilsugæslunnar í Reykjavík - (pdf)

Mynd með færslu