Samningar Tryggingastofnunar vegna sérfræðilækna 1998-2001

12.09.2002

Eitt mikilvægasta viðfangsefni þeirra sem stjórna heilbrigðiskerfum um allan heim felst í að reyna að koma taumhaldi á síaukinn kostnað við heilbrigðisþjónustu. Einn af grunnþáttum heilbrigðisþjónustunnar hér á landi er starfsemi sjálfstætt starfandi sérfræðilækna. Kostnaður við þennan þátt heilbrigðisþjónustunnar hérlendis hefur vaxið mjög á nýliðnum árum. Í ljósi þessa ákvað Ríkisendurskoðun að gera stjórnsýsluúttekt á samningum Tryggingastofnunar ríkisins við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og framkvæmd þeirra.

Samningar Tryggingastofnunar vegna sérfræðilækna 1998-2001 (pdf)

Mynd með færslu