Áform - átaksverkefni. Stjórnsýsluendurskoðun

01.04.2000

Með lögum nr. 27/1995, um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða, var ákveðið að efna til átaksverkefnis um vöruþróun og sölu íslenskra afurða undir merkjum hollustu, hreinleika og sjálfbærrar þróunar á innlendum og erlendum mörkuðum. Landbúnaðarráðherra bar samkvæmt lögunum að skipa stjórn verkefnisins en hlutverk stjórnarinnar var að stuðla að verkefnum á sviði fræðslu um vistvæna og lífræna framleiðslu, gæðastjórnunar, áætlanagerðar, vöruþróunar og markaðssetningar íslenskra afurða undir merkjum hollustu, hreinleika og gæða. Með lögunum var ákveðið að ríkissjóður legði átaksverkefninu til 25 milljónir króna á ári á fjárlögum árin 1996-1999. Þegar komið var að lokum verkefnisins ákvað Ríkisendurskoðun með vísan til 9. gr. laga nr. 86/1997, um stofnunina, að láta fara fram stjórnsýsluendurskoðun á verkefninu.

Áform - átaksverkefni. Stjórnsýsluendurskoðun (pdf)

Mynd með færslu