Endurskoðun kirkjustofnana 1997

01.10.1998

Umsvif fjármála hjá Biskupsstofu hafa aukist jafnt og þétt milli ára. Þrátt fyrir að umbætur hafi átt sér stað á liðnum árum má lengi gott bæta. Ríkisendurskoðun leggur því til að yfirstjórn biskupsembættis skoði kosti þess að fjárfesta í greiðslueftirlitskerfi, sem tengt verði fjárhagsbókhaldinu. Með slíku kerfi hefur fjármálastjóri betri yfirsýn yfir fjármál einstakra rekstrareininga Biskupsstofu og fjárstýring verður skipulagðari.

Halda þarf betur utan um starfsmannamál á Biskupsstofu en gert er. Engin stimpilklukka er hjá Biskupsstofu. Fjarvista- og orlofskrár eru ekki haldnar með þeim hætti sem tilskilið er. Yfirvinnuskýrslur starfsmanna þar sem þær eiga við eru ekki varðveittar. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að úr þessu verði bætt og stimpilklukka tekin til notkunar í Kirkjuhúsinu að Laugavegi 31.

Endurskoðun kirkjustofnana 1997 (pdf)

Mynd með færslu