Virðisaukaskattur. Endurskoðun upplýsingakerfa

01.05.1998

Í úttektinni er nokkuð ítarlega fjallað um samskipti og verkefnaskiptingu á milli Tekjubókhaldskerfisins og Virðisaukaskattskerfisins. Ástæðan er sú að frá því að VSK-kerfið var tekið í notkun hefur árlega verið óskýrður mismunur í árslok í afstemmingu á milli áðurnefndra kerfa. Mestur var hann framan af ári 1997 en þá nam óskýrður mismunur á milli kerfanna í afstemmingu Ríkisbókhalds á uppgjöri ársins 1996 tveimur milljörðum króna. Ekki tókst að ljúka afstemmingu á milli kerfanna fyrr en í ágústmánuði síðast liðnum og lauk henni þá með tæplega 6 milljóna króna óútskýrðum heildarmismun á milli kerfanna í árslok. Þegar þetta er skrifað þann 15. maí 1998 er óútskýrður heildarmismunur í árslok 1997 tæpar 16 milljónir. Ríkisbókhald vinnur að því að finna skýringar á þessu.

Virðisaukaskattur. Endurskoðun upplýsingakerfa (pdf)

Mynd með færslu