Framkvæmd fjárlaga árið 1997

01.03.1998

Á árinu 1997 varð um 1,2 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á greiðslugrunni. Gjöld námu alls 130,8 milljörðum króna, en tekjur 132,0 milljörðum. Til samanburðar varð um 12,0 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs á árinu 1996.

Tveir þættir hafa veruleg áhrif á afkomusamanburð ríkissjóðs milli ára. Í fyrsta eru ákvarðanir fjármálaráðherra um sérstakar innlausnir spariskírteina á árunum 1996 og 1997 sem ekki var gert ráð fyrir í forsendum fjárlaga bæði árin. Í annan stað skulu nefnd áhrif af flutningi á rekstri grunnskólans frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna þann 1. ágúst 1996.

Framkvæmd fjárlaga árið 1997 (pdf)

Mynd með færslu