Skatteftirlit á Íslandi. Samanburður við Norðurlönd

01.03.1998

Á undanförnum misserum hefur Ríkisendurskoðun í auknum mæli beint sjónum sínum að tekjum ríkisins og tekjuöflunarkerfum þess. Liður í þessum athugunum var t.d. þátttaka í samnorrænni könnun um skatteftirlit á Norðurlöndum á vegum ríkisendurskoðenda landanna. Niðurstöðurnar komu fram í skýrslu í október sl. Samhliða hófst vinna við þessa skýrslu, sem fjallar að meginefni til um skatteftirlit hér á landi. Þá hefur um nokkurra mánaða skeið staðið yfir yfirgripsmikil athugun á upplýsingakerfum virðisaukaskatts og er stefnt að því að ljúka henni síðar í vetur. Allar þessar skýrslur eru liður í aukinni áherslu stofnunarinnar á eftirlit með tekjum og tekjuöflunarkerfum ríkissjóðs.

Skatteftirlit á Íslandi. Samanburður við Norðurlönd (pdf)

Mynd með færslu