Greinargerð vegna þróunar útgjalda sjúkrahúsanna í Reykjavík

01.11.1997

Með bréfi frá 29. september 1997 fór heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra þess á leit við Ríkisendurskoðun að stofnunin skoðaði þróun rekstrarkostnaðar við sjúkrahúsin í Reykjavík í ljósi þess að Þjóðhagsstofnun hafði unnið upplýsingar um útgjaldaþróun nokkurra stórra sjúkrahúsa frá 1988 til 1997. Þess var sérstaklega óskað að Ríkisendurskoðun kannaði :

• Hvort Þjóðhagsstofnun hafi tekið tillit til hvernig verkefnum Landakotsspítala hafði verið skipt á milli Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala og hvort tillit hafi verið tekið til tilfærslu hjúkrunarsjúklinga frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur til hjúkrunarheimila í Reykjavík.

• Hvort rétt hafi verið að nota árið 1988 sem upphafsviðmiðun.

• Hvort að staðvirðingin sem notuð var hafi tekið nægjanlegt tillit til kaupgjalds- og verðlagsbreytinga sjúkrahúsanna.

Greinargerð vegna þróunar útgjalda sjúkrahúsanna í Reykjavík (pdf)

Mynd með færslu