Endurskoðun ríkisreiknings 1995

01.11.1996

Eins og undanfarin ár sendir Ríkisendurskoðun frá sér skýrslu þar sem gerð er grein fyrir endurskoðun ríkisreiknings. Í henni er Alþingi gerð grein fyrir þeim athugasemdum sem Ríkisendurskoðun hefur vegna ríkisreiknings fyrir árið 1995. Vísað er til þessarar skýrslu í áritun stofnunarinnar á reikninginn.

Starf yfirskoðunarmanna ríkisreiknings var lagt niður með breytingu á stjórnarskránni á síðasta ári. Fellur því niður skýrsla þeirra um endurskoðun reikningsins sem birt hefur verið með skýrslu Ríkisendurskoðunar. 

Endurskoðun ríkisreiknings 1995 (pdf)

Mynd með færslu