Framkvæmd fjárlaga - janúar til júní 2018

27.11.2018

Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrri árshelmingi 2018 voru alls 405,8 ma.kr. á meðan greidd gjöld voru 378,0 ma.kr. Heildarjöfnuður tímabilsins var þannig jákvæður um 27,8 ma.kr. eða 6,9% af tekjum. Í áætlun fyrir tímabilið var gert ráð fyrir talsvert lægri tekjum og hærri gjöldum en raunin varð.

Rekstur ríkissjóðs á fyrri árshelmingi skilaði 31,0 ma.kr. í handbæru fé en 8,4 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Endurspeglar það meiri afgang af rekstri ríkissjóðs í ár. Fjárfestingar voru talsvert hærri á fyrri árshelmingi 2018 en 2017. Sama máli gegnir um sölu hlutabréfa og eignarhluta. Fengnar afborganir af langtímakröfum voru lægri sem og afborganir af langtímaskuldum. Þetta leiddi til þess að handbært fé ríkissjóðs á fyrri hluta ársins jókst um 9,7 ma.kr. en það lækkaði um 147,4 ma.kr. á sama tíma 2017.

Framkvæmd fjárlaga. Janúar til júní 2018 (pdf)

Mynd með færslu