Samantekt á stjórnsýsluendurskoðun hjá sjö sjúkrahúsum

01.02.1996

Á síðastliðnum tveimur árum hefur Ríkisendurskoðun gefið út tvær skýrslur um stjórnsýsluendurskoðun hjá sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Sú fyrri sem gefin var út í árslok 1994 fjallaði um Sjúkrahús Skagfirðinga, Sjúkrahúsið í Húsavík og Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum. Síðari skýrslan sem gefin var út í árslok 1995 fjallaði um Sjúkrahús Suðurnesja, Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði, Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og Sjúkrahús Suðurlands.

Samantekt á stjórnsýsluendurskoðun hjá sjö sjúkrahúsum (pdf)

Mynd með færslu