Stjórnsýsluendurskoðun á Ríkisútvarpinu

01.10.1995

Með bréfi dagsettu 16. júní 1994 óskaði Fjárlaganefnd Alþingis eftir að Ríkisendurskoðun framkvæmdi stjórnsýsluendurskoðun hjá Ríkisútvarpinu sbr. 9. og 11. grein laga nr. 12/1986 um Ríkisendurskoðun. Í slíkri endurskoðun felst að könnuð er meðferð og nýting á ríkisfé. Skal stofnunin vekja athygli hlutaðeigandi stjórnvalda á því sem úrskeiðis fer í rekstri og gera tillögur um úrbætur

Ríkisendurskoðun ákvað að taka að sér verkefnið og hófst það í nóvember 1994. Gerð skýrslunnar hefur tekið all nokkurn tíma enda er starfsemi Ríkisútvarpsins fjölþætt. Í skýrslunni er að finna fjölmargar ábendingar og tillögur um breytt skipulag og vinnulag hjá Ríkisútvarpinu sem stofnunin telur brýnt að stjórnvöld og stjórnendur stofnunarinnar taki til athugunar. 

Stjórnsýsluendurskoðun á Ríkisútvarpinu (pdf)

Mynd með færslu