Skýrsla um endurskoðun sambýla fatlaðra og verndaðra vinnustaða

01.02.1995

Við endurskoðun Ríkisendurskoðunar á reikningsskilum málefna fatlaðra í hverjum landshluta kom í ljós töluvert ósamræmi milli sambýla varðandi greiðslur úr sameiginlegum sjóði íbúa. Þá kom einnig fram að ábyrgð forstöðumanna sambýla varðandi vörslu einkafjármuna íbúa og umsýslu þeirra er óljós. Í framhaldi af þessu var ákveðið að taka til skoðunar rekstur sambýla yfir allt landið. Við þá skoðun kom í ljós að til þess að bera saman rekstur sambýla skortir samræmdar upplýsingar. Athugun Ríkisendurskoðunar á sambýlum byggir á spurningarlistum sem sendir voru út til forstöðumanna sambýla ásamt viðræðum við framkvæmdastjóra svæðisskrifstofa.

Skýrsla um endurskoðun sambýla fatlaðra og verndaðra vinnustaða (pdf)

Mynd með færslu