Greinargerð um sértekjur og sjóðmeðferð framhaldsskóla

01.12.1994

Töluvert frjálsræði ríkir um álagningu gjalda á nemendur og um alla innheimtu tekna í framhaldsskólunum. Að vísu er skólunum heimilt að innheimta ákveðna fjárhæð á nemanda og skila henni í ríkissjóð í samræmi við fjárveitingar á fjárlögum en eins og fram hefur komið hafa skólarnir svigrúm til að skapa sér eigin tekjustofna. Tekjum þeim sem hér um ræðir er gjarnan haldið utan við hið eiginlega bókhald skólanna og þá vísað til 8. gr. framhaldsskólalaganna sem heimilar skólunum að stofna sjóði með staðfestri skipulagsskrá. Einhverra hluta vegna hafa fæstir þessara sjóða fengist staðfestir hjá dómsmálaráðuneyti. Engu að síður halda skólastjórnendur fast við það sjónarmið, að þessar tekjur og ráðstöfun þeirra eigi ekki að sýna í bókhaldi skólanna.

Greinargerð um sértekjur og sjóðmeðferð framhaldsskóla (pdf)

Mynd með færslu