Stjórnsýsluendurskoðun á sjúkrahúsi Skagfirðinga, Húsavíkur og Vestmannaeyja

01.12.1994

Á árinu 1994 ákvað Ríkisendurskoðun að gera stjórnsýsluendurskoðun á þremur sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Sjúkrahúsin eru á Sauðárkróki, Húsavík og í Vestmannaeyjum. Þau sjúkrahús sem hér um ræðir töldust nokkuð sambærileg hvað varðar stærð, starfsemi og ytri aðstæður.

Markmið stjórnsýsluendurskoðunarinnar var að ná fram raunhæfum samanburði á helstu lykilþáttum í rekstri sjúkrahúsanna sem lýsandi væru fyrir starfsemi þeirra. Úttektin var framkvæmd með það að leiðarljósi að geta metið að einhverju marki þá starfsemi sem þar fer fram. Ennfremur var borinn saman kostnaður og þjónusta á þjónustusvæði sjúkrahúsanna þriggja eins og þau voru skilgreind af Ríkisendurskoðun. Niðurstöður stjórnsýsluendurskoðunarinnar koma fram í þessari skýrslu. 

Stjórnsýsluendurskoðun á sjúkrahúsi Skagfirðinga, Húsavíkur og Vestmannaeyja (pdf)

Mynd með færslu