Sala á fyrirtækjum í eigu ríkisins 1991 – 1994

01.11.1994

Á undanförnum árum hafa stjórnvöld selt eða lagt niður ýmis fyrirtæki, sem voru að hluta eða öllu leyti í eigu ríkisins. Í því sambandi hafa átt sér stað viðskipti með eignir fyrir á annan milljarð króna. Ríkisendurskoðun taldi þess vegna rétt að efna til sérstakrar athugunar á þessum málaflokki í heild sinni, en áður hefur stofnunin í nokkur skipti fjallað opinberlega um sölu á einstökum fyrirtækjum í eigu ríkisins. Athugunin náði að þessu sinni til allra fyrirtækja sem ríkissjóður seldi frá og með árinu 1991 til miðs árs 1994. 

Sala á fyrirtækjum í eigu ríkisins 1991 – 1994 (pdf)

Mynd með færslu