Endurskoðun ríkisreiknings 1991

01.10.1993

Í ríkisreikningi 1991 er framlag ríkissjóðs til Framkvæmdasjóðs Íslands fært til gjalda hjá forsætisráðuneytinu. Þetta er byggt á 13. grein lánsfjárlaga fyrir árið 1992 sem staðfest voru 24. janúar 1992 og heimila fjármálaráðherra að yfirtaka skuldir Framkvæmdasjóðs Íslands að fjárhæð allt að 1.700 milljónir króna á því ári. Fjármálaráðherra hefur þegar nýtt þessa heimild skv. samkomulagi við Framkvæmdasjóð dags. 9. mars 1992. Það er álit Ríkisendurskoðunar að færa beri nefnt framlag til gjalda í ríkisreikningi 1992 í stað 1991 og því sýnir rekstrarreikningur A-hluta ríkissjóðs á árinu 1991 verri afkomu sem þessu nemur.

Endurskoðun ríkisreiknings 1991 (pdf)

Mynd með færslu