Framkvæmd fjárlaga janúar – júní 1993

01.08.1993

Heildarlánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs í júnílok 1993 nam 12,5 milljörðum króna í samanburði við 16,0 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Minni lánsfjárþörf skýrist einkum af lægri afborgunum af teknum lánum ríkissjóðs. Framlag ríkissjóðs til eflingar eiginfjárstöðu Landsbanka Íslands að fjárhæð 2,0 milljarðar króna samkvæmt skuldabréfi útgefnu í maí sl. er talið með í lánsfjárþörf ríkissjóðs í ár. Skuldabréfið hafði hins vegar ekki verið fært upp í ríkisbókhaldi og telur Ríkisendurskoðun það aðfinnsluvert. Áætlanir fyrstu sex mánuði ársins gerðu ráð fyrir að lánsfjárþörfin yrði tæpum 600 milljónir króna hærri en raun varð á.

Framkvæmd fjárlaga janúar – júní 1993 (pdf)

Mynd með færslu