Fjármálaleg samskipti Hrafns Gunnlaugssonar við ýmsa opinbera aðila

01.06.1993

Hrafn Gunnlaugsson starfaði sem dagskrárstjóri Sjónvarps frá 1985 til 1993, þar af var hann en í leyfi frá störfum síðustu fjögur árin. Á þessu tímabili greiddi stofnunin Hrafni fyrir sýningarrétt, þáttagerð og keypti af honum tækjabúnað samtals fyrir rúmlega 25 milljónir króna að núvirði. Þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en að greiðslur til Hrafns í hverju einstöku tilviki hafi verið í þokkalegu samræmi við það sem tíðkast hefur um samsvarandi greiðslur til annarra vegna sambærilegra viðskipta. Athugun stofnunarinnar leiddi ekki í ljós að sérstök ástæða væri til að ætla að Hrafn hafi hyglað sjálfum sér fjárhagslega í starfi sínu hjá Sjónvarpinu. Hinsvegar hljóta svo umfangsmikil viðskipti stofnunarinnar við starfsmann sinn í stjórnunarstöðu almennt séð að orka tvímælis vegna hættu á hagsmunaárekstrum.

Fjármálaleg samskipti Hrafns Gunnlaugssonar við ýmsa opinbera aðila (pdf)

Mynd með færslu