Stuðningur ríkisins við ferjur og flóabáta

01.02.1993

Í bréfi fjármálaráðherra til Ríkisendurskoðunar frá 20. október 1992 kemur fram að á undanförnum árum hefur verið fjárfest umtalsvert í ferjum hér á landi. Vísað er til kaupa á Breiðafjarðarferjunni Baldri, Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi, Djúpbátnum Fagranesi og ferjunni Sæfara sem siglir milli lands, Grímseyjar og Hríseyjar. Auk þess er bent á að ríkið greiði með rekstri Akraborgar, Hríseyjarferjunnar Sævars og Mjóafjarðarbátsins Annýar. Í bréfinu er óskað eftir því við Ríkisendurskoðun að ítarlega verði skoðað hvernig staðið var að ákvörðun um kaup á umræddum ferjum, hvaða áætlanir lágu til grundvallar og hversu raunhæfar þær hafa verið.

Stuðningur ríkisins við ferjur og flóabáta (pdf)

Mynd með færslu