Endurskoðun ríkisreiknings 1992

01.02.1993

Að mati yfirskoðunarmanna er brýnt að finna eðlilegan farveg á Alþingi fyrir skýrslur Ríkisendurskoðunar um hin ýmsu endurskoðunarverkefni í því skyni að tryggja að afstaða þingsins til þeirra liggi fyrir hverju sinni. Í þessu sambandi er þess að geta að Ríkisendurskoðun er eftirlitsaðili sem starfar á vegum Alþingis. Því er það í ágætu samræmi við stöðu og hlutverk stofnunarinnar að hún geri Alþingi grein fyrir verkum sínum með skipulegum hætti. Í samræmi við lögbundið hlutverk sitt endurskoðar stofnunin reikninga ríkisins og ríkisfyrirtækja, gerir athugasemdir, safnar upplýsingum, gefur álit o.s.frv.

Endurskoðun ríkisreiknings 1992 (pdf)

Mynd með færslu