Endurskoðun ríkisreiknings 1990

01.07.1992

Við gerð ríkisreiknings fyrir árið 1990 var fylgt þeim reikningsskilareglum sem mótaðar voru við gerð ríkisreiknings fyrir árið 1989 og lýst er í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun á ríkisreikningi fyrir árið 1989. Hinar breyttu reikningsskilaaðferðir eru í betra samræmi við ákvæði laga um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga sem kveða á um að hann skuli gerður upp á svokölluðum rekstrargrunni. Ríkisreikningur fyrir árið 1990 er sá fyrsti sem sýnir breytingar á skuldbindingum ársins þar sem í hann eru eingöngu færðar þær skuldbindingar sem fallið hafa til á því ári, þar með taldir áfallnir, ógjaldfallnir vextir á skuldum ríkissjóðs í árslok 1990.

Endurskoðun ríkisreiknings 1990 (pdf)

Mynd með færslu