Eftirfylgni: Ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs

11.05.2018

Ríkisendurskoðun hvetur fjármála- og efnahagsráðuneyti til að tryggja að Ríkisábyrgðasjóður geti sinnt umsagnar- og eftirlitshlutverki sínu með markvissum og skilvirkum hætti og beiti sér fyrir því að sameiginlegur skilningur ríki um lög um ríkisábyrgðir og túlkun einstakra ákvæða þeirra. Stofnunin ítrekar ekki þrjár ábendingar sem beint var til fjármála- og efnahagsráðuneytis árið 2015 um mikilvægi þess að markmiðum laga um ríkisábyrgðir sé fylgt, að stjórntæki Ríkisábyrgðasjóðs verði efld og formleg afstaða tekin til tillagna hans um úrbætur.

Eftirfylgni: Ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs (pdf)

Mynd með færslu