Endurskoðun ríkisreiknings 1988

01.10.1989

Með lögunum um Ríkisendurskoðun frá árinu 1986, sem og breyttum vinnubrögðum yfirskoðunarmanna, sem gerð var grein fyrir í skýrslu þeirra á síðasta ári, hefur tekist að hraða vinnu þessara aðila við yfirferð reikningsins. Með framlagningu ríkisreiknings 1987 og afgreiðslu hans á síðasta þingi var stigið spor í átt til þess að koma meðferð þessara mála í eðlilegra og nútímalegra horf. Er þess að vænta að vinnubrögð í þessum efnum verði skilvirkari í framtíðinni. Skemmri tími mun þá líða en áður frá afgreiðslu fjárlaga hvers árs og þess að fjáraukalög og endanlegur ríkisreikningur fyrir það ár hljóti afgreiðslu á Alþingi. 

Endurskoðun ríkisreiknings 1988 (pdf)

Mynd með færslu