Háskóli Íslands - endurskoðunarskýrsla 2019

15.02.2021

Ríkisendurskoðun hefur farið yfir ákveðna liði í ársreikningi Háskóla Íslands fyrir árið 2019. Háskóli Íslands er A-hluta stofnun ríkissjóðs og er ársreikningur skólans og annarra A-hluta stofnanna ekki áritaðir sérstaklega og því ekki gefið álit á ársreikninginn sjálfan. Endurskoðun fer fram sem hluti af endurskoðun ríkisreiknings og gefur Ríkisendurskoðandi út álit á ríkisreikning í heild sinni.

Háskóli Íslands - Niðurstöður fjárhagsendurskoðunar á bókhaldi ársins 2019 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

1. Almennt um bókhaldið
Gerð er athugasemd við að aðgangur starfsmanna að bókhaldskerfinu er í sumum tilfellum of víðtækur og stangast jafnvel á við markmið innra eftirlits um aðgreiningu starfa. Gæta verður að því að ekki séu of margir starfsmenn með of víðtækan aðgang.

Texti með færslu þarf að vera lýsandi fyrir viðskiptin, skráning fylgiskjalsnúmers nægir ekki, enda segir í 4. mgr. 9. gr. fyrrnefndra laga: „Færslurnar skulu vísa til viðeigandi frumgagna og geyma skýrar upplýsingar um efni viðskipta eða annarra atvika, reikningsheiti og dagsetningu“.

Ganga þarf úr skugga um að réttmæt skjöl liggi til grundvallar færslu í bókhaldið. Í 1. mgr. 8. gr. laga 145/1994 um bókhald segir: „Sérhver færsla í bókhaldi skal byggð á áreiðanlegum og fullnægjandi gögnum sem rekja má til viðskiptanna”.

2. Tekjuskráning
Tryggja þarf, að færslur séu bókaðar á rétt tímabil, að þær færslur sem tilheyra viðkomandi ári verði bókaðar á það ár, þannig að lotun tekna milli tímabila verði rétt. Í 1. mgr. 9. gr. laga 145/1994 um bókhald segir: „Í bókhaldi skal skrá viðskipti jafnskjótt og þau fara fram.

Lotun kreditreikninga reyndist ekki vera rétt. Margar viðskiptakröfur eru orðnar mjög gamlar. Gerðir eru kreditreikningar á viðskiptamenn á árinu 2020, sem eiga við um fyrri ár (2016-2019). Kröfurnar ætti að afskrifa með hefðbundnum hætti.

3. Launaferillinn
Ýmsar verklagsreglur hafa verið skráðar varðandi samskipti stofnunarinnar og launþegans varðandi margt það sem snýr að launþeganum. Launaferillinn hefur þó ekki verið skráður með formlegum hætti en er þó í föstum skorðum.

4. Annar rekstrarkostnaður
Tryggja þarf að ferðaheimildir liggi fyrir, vegna allra ferða sem farnar eru á vegum stofnunarinnar, hvort sem þær eru farnar innanlands eða erlendis.

5. Fastafjármunir
Tryggja þarf að undirkerfi eigna (FA) stemmi við stöðuna í fjárhagsbókhaldi (GL)

6. Viðskiptakröfur
Afskrifa þarf gamlar viðskiptakröfur sem ekki hefur tekist að innheimta. Vakin er athygli á því að leita þarf formlegs samþykkis Ríkisendurskoðnar til að afskrifa viðskiptakröfur

7. Viðskiptaskuldir
Leggja þarf vinnu í að stemma af uppgjörsreikning virðisaukaskatts og gera viðeigandi leiðréttingar til að hann stemmi

Lykiltölur

Tekjur (m.kr)
Gjöld (m.kr)
Fjármunir (m.kr)
Fjármagn (m.kr)