Hafrannsóknastofnun - endurskoðunarskýrsla 2019

15.02.2021

Ríkisendurskoðun hefur farið yfir ákveðna liði í ársreikningi Hafrannsóknarstofnunar fyrir árið 2019. Hafrannsóknastofnun er A-hluta stofnun ríkissjóðs og er ársreikningur stofnunarinnar og annarra A-hluta stofnanna ekki áritaðir sérstaklega og því ekki gefið álit á ársreikninginn sjálfan. Endurskoðun fer fram sem hluti af endurskoðun ríkisreiknings og gefur Ríkisendurskoðandi út álit á ríkisreikning í heild sinni.

Hafrannsóknastofnun - endurskoðunarskýrsla 2019 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

1. Tekjur
Tekjuferillinn er óskráður. Setja þarf upp tekjuferlinn, skrá hann og samþykkja með formlegum hætti.

2. Laun og launatengd gjöld
Launaferillinn er óskráður. Hann þarf að setja upp, skrá og samþykkja formlega.

3. Almennt um bókhaldið
Gerð er athugasemd við að aðgangur starfsmanna að bókhaldskerfinu er í sumum tilfellum of víðtækur og stangast jafnvel á við markmið innra eftirlits um aðgreiningu starfa. Gæta verður að því að ekki séu of margir starfsmenn með of víðtækan aðgang, þegar minni aðgangur gæti dugað.

4. Annar rekstrarkostnaður
Innkaupastefna hefur ekki verið skráð en nauðsynlegt er að skrá slíka stefnu.

Tryggja þarf að samþykki tveggja til þess bærra aðila liggi fyrir vegna allra útgjalda.

Tryggja þarf að ferðaheimildir liggi fyrir, vegna allra ferða sem farnar eru á vegum stofnunarinnar, hvort sem þær eru farnar innanlands eða erlendis.

5. Fastafjármunir
Tryggja þarf að undirkerfi eigna (FA) stemmi við stöðuna í fjárhagsbókhaldi (GL)

6. Viðskiptakröfur
Stemma þarf viðskiptakröfur af reglulega og bera saman við stöðu hjá viðskiptamann

Lykiltölur

Tekjur (m.kr)
Gjöld (m.kr)
Fjármunir
Fjármagn (m.kr)