Vinnumálastofnun - endurskoðunarskýrsla 2020

17.09.2021

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Vinnumálastofnunar fyrir árið 2020. Ársreikningurinn er byggður á bókhaldi stofnunarinnar og öðrum upplýsingum stjórnenda.

Ársreikningur Vinnumálastofnunar var síðast endurskoðaður 2017 vegna ársins 2016.

Vinnumálastofnun - endurskoðunarskýrsla 2020 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Vakin er athygli á eftirfarandi athugasemdum og ábendingum

  1. Millifærðar fjárveitingar
    Að mati Ríkisendurskoðunar hefði verið réttara að millifæra fjárveitingar af Atvinnuleysistryggingarsjóði á Vinnumálastofnun, í stað þess að fara með þær í gegnum rekstur, til að sýna réttari niðurstöðu rekstrar í ríkisreikningi.
     
  2. Innra eftirlit
    Mikilvægt er að skjalfesta helstu verkferla sem snúa að fjármálum og rekstri en sérstaklega er bent á að
    • skráðir verkferlar fyrir launavinnslu eru ekki til staðar og aðskilnaður launasetningar og launavinnslu ekki nægjanlegur.
    • skráðir verkferlar vegna bókhalds og fjárreiða eru ekki til staðar.
    • bæta þarf skjölun launabreytinga starfsmanna stofnunar.

Ríkisendurskoðun leggur jafnframt til að farið verði yfir aðgangsheimildir í Orra m.a. hversu víðtækar þær þurfa að vera m.t.t. verkefna viðkomandi starfsmanna. Loka þarf óviðeigandi aðgangi.

  1. Þjónustusamningar
    Ítrekaðar eru eftirfarandi ábendingar sem tengjast umsýslu við sjóði sem Vinnumálastofnun hefur umsjón með, sjá nánar umfjöllun í kafla 7.
     
  2. Bankareikningar
    Gerð er alvarleg athugasemd við að einn bankareikningur í erlendri mynt hjá Landsbankanum hafi ekki verið færður í fjárhagsbókhald stofnunarinnar í árslok. Óskað er eftir að úr því verði bætt. Tryggja þarf að allar færslur á reikningnum hafi skilað sér í bókhald stofnunarinnar
     
  3. Eignfærsla kostnaður við þróun og gerð hugbúnaðar
    Gerð er athugasemd við að kostnaður við þróun og gerð hugbúnaðar hefur verið gjaldfærður síðustu þrjú ár. Einnig er bent á að allan kostnað nýsmíði upplýsingakerfis þarf að eignfæra á verk í vinnslu meðan á smíði stendur og færa sem óefnislegar eignir þegar hugbúnaðurinn er tekinn í notkun.

Lykiltölur

Tekjur
Gjöld
Þróun tekna og gjalda 2015-2020