Matvælastofnun - endurskoðunarskýrsla 2020

22.11.2021

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Matvælastofnunar fyrir árið 2020.

Ársreikningur Matvælastofnunar var síðast endurskoðaður 2015 vegna ársins 2014.

Matvælastofnun - endurskoðunarskýrsla 2020 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Vakin er athygli á eftirfarandi athugasemdum og ábendingum

 1. Innkaupakort
  Ríkisendurskoðun leggur til að þörfin á innkaupakortum sé endurmetin hjá stofnuninni og að dregið sé úr notkun þeirra.
   
 2. Launakerfið
  Lagt er til að settar séu skýrar vinnureglur um aðgreiningu starfa í sambandi við launasetningu og reglulega launavinnslu og að aðgangur starfsmanna til skráningar í HR kerfið sé endurmetinn.
   
 3. Eignaskrá
  Fram komu frávik milli stöðu eigna í bókhaldi og stöðu í eignaskrá varðandi upphaflegt kaupverð í árslok og fjárfestingar ársins. Einnig þarf að bæta textalýsingar einstakra færslna í eignaská.

Lykiltölur

Þróun tekna og gjalda 2015-2020
Tekjur (m.kr.)
Gjöld (m.kr.)