Raunvísindastofnun Háskólans - endurskoðunarskýrsla 2020

20.12.2021

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Raunvísindastofnunar Háskólans fyrir árið 2020. Ársreikningur Raunvísindastofnunar Háskólans var síðast endurskoðaður 2017 vegna ársins 2016.

Raunvísindastofnun Háskólans - endurskoðunarskýrsla 2020 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Vakin er athygli á eftirfarandi athugasemdum og ábendingum:

 1. Innra eftirlit
  Ríkisendurskoðun bendir á stofnunin hefur ekki lokið við gerð verkferla sem snúa að bókunum, samþykkt og greiðslu reikninga og einnig á eftir að ljúka verklagsreglum um stofnun, rekstur og lokun rannsóknarareikninga. Mikilvægt er að hraða vinnu, innleiðingu og skráningu verklagsreglna.
   
 2. Viðskiptakröfur
  Ríkisendurskoðun gerir alvarlega athugasemd við fjölda óuppgerðra útistandandi krafna sem ná allt til ársins 2009. Fara þarf í að gera upp eldri kröfur með viðeigandi hætti í bókhaldi stofnunarinnar. Ítrekaðar eru fyrri athugasemdir um að eldri kröfur vegna ferðakostnaðar séu gerðar upp. Þá er nauðsynlegt að stemma stöðu í viðskiptamannabókhaldi (AR) við stöðu í fjárhagsbókhaldi (GL).
   
 3. Viðskiptaskuldir
  Ríkisendurskoðun bendir á að töluvert er um óuppgerðar skuldir í fjárhagsbókhaldi stofnunarinnar og er óskað eftir að úr því verði bætt og þær gerðar upp. Stemma þarf stöðu í viðskiptamannabókhaldi (AP) við stöðu í fjárhagsbókhaldi og jafna út innbyrðisfærslur.
   
 4. Handbært fé
  Gerð er athugasemd við að stofnunin skuli fara á svig við reglur sem gilda um sjóðsstýringu hjá ríkissjóði þar sem ekki er heimilt sbr. reglugerð nr. 822/2021 (áður reglur nr. 83/2000) að hafa meira en nemur 2% af upphæð fjárveitingar hverju sinni á bankareikningi. Raunvísindastofnun hefur því millifært fjármuni af bankareikningi á vörslureikninga yfir áramót. 
   
 5. Vörslureikningar
  Gerð er athugasemd við meðferð vörslureikninga í bókhaldi Raunvísindastofnunar. Staða vörslureikninga var í tveimur tilvikum ekki í samræmi við stöðu í fjárhagsbókhaldi þar sem útreikningur og færsla gengismunar var ekki réttur. Fara þarf yfir hvort ekki sé hægt að loka bankareikningum þar sem verkefnum er lokið. Ekki er upplýst um stöðu vörslureikninga í skýringum með handbæru fé í reikningsskilum stofnunarinnar.

Lykiltölur

Tekjur (m.kr.)
Gjöld (m.kr.)
Þróun tekna og gjalda 2015-2020