Háskólinn á Akureyri - endurskoðunarskýrsla 2020

20.12.2021

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Háskólans á Akureyri fyrir árið 2020. Ársreikningur Háskólans á Akureyri var síðast endurskoðaður 2019 vegna ársins 2017.

 

Háskólinn á Akureyri - endurskoðunarskýrsla 2020 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Endurskoðun hjá Háskólanum á Akureyri fyrir árið 2020 er lokið. Ekki verður annað séð en að vel sé staðið að rekstri og umsýslu í samræmi við lög og reglur sem almennt gilda um fjárreiður og bókhald ríkisstofnana í A-hluta. 

Frá síðustu endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar fyrir rekstrarárið 2017 hefur Háskólinn á Akureyri unnið með og brugðist við þeim athugasemdum sem þar komu fram.

Eftirfarandi ábendingum er komið á framfæri:

 1. Lausafjárstaða
  Um áramót stóð inneign í banka Háskólans á Akureyri um 6,4% af heildar rekstrarfé ársins. Samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 83/2000 er heimilt að eiga sem nemur 2% af heildar rekstrarfé ársins.
   
 2. Frestun á nýtingu ferða- og dvalarkostnaði
  Framkvæmdastjórn Háskólans á Akureyri samþykkti að háskólakennarar í rannsóknarmisseri á haustmisseri 2020 mættu fresta nýtingu úthlutaðan ferða- og dvalarkostnaðheimilda fram á næsta skólaár.

  Vakin er athygli á athugasemd Fjársýslu ríkisins vegna nýtingar  ferða- og dvalarkostnaður. Óheimilt er að færa slíkan kostnað á milli ára. Gera verður ráð fyrir auknum kostnaði á þessum rekstrarlið á nýju rekstrarári en yfirfærsla milli ára er óheimil.
   
 3. Vörslufé
  Háskólinn á Akureyri hefur tekið til vörslu fjármuni fyrir þriðja aðila, erlenda sem innlenda að fjárhæð 187,7 m.kr. með varðveislu á banakreikningum. Mikilvægt er að bókhald sé fært reglulega svo og að uppgjör og eftirlit með vörslureikningum sé viðhaft örar en gert er í dag.

Lykiltölur

Tekjur (m.kr.)
Gjöld (m.kr.)
Fjármunir (m.kr.)
Fjármagn (m.kr.)