Ársreikningur Pírata 2020

04.01.2022

Ríkisendurskoðun hefur farið yfir og fallist á ársreikning Pírata fyrir árið 2020 og birtir hann hér með í samræmi við 9. gr. laga nr. 162/2006, um starfsemi stjórnmálasamtaka, með síðari breytingum. Við ársreikninginn er þó gerð eftirfarandi athugasemd.

Ríkisendurskoðun vekur athygli á að í ársreikningi Pírata, sem upphaflega var skilað til Ríkisendurskoðunar þann 23. nóvember 2021, er tekjufærsla framlags frá ríkinu ekki með sama hætti og kveðið er skýrt á um í 13. gr. leiðbeininga ríkisendurskoðanda um reikningshald stjórnmálasamtaka og skil þeirra á upplýsingum til Ríkisendurskoðunar.

Samkvæmt ársreikningi Pírata eru framlög frá ríkinu tekjufærð eftir því sem þeir telja þau áunnin miðað við dagsetningu og niðurstöðu kosninga þegar Píratar voru fyrst kjörnir á þing í apríl 2013. Framlög ríkisins til stjórnmálasamtaka eru hins vegar ákvörðuð í fjárlögum hverju sinni og tilheyra framlögin þannig tilteknu fjárlagaári. Með samþykkt fjárlaga myndast þannig fyrst skilyrði til að greiða framlagið og um leið krafa stjórnmálasamtaka til framlaga samkvæmt fjárlögum tiltekins árs. Samkvæmt því ber að tekjufæra framlög frá ríkissjóði á því reikningsári þegar þau eru greidd samkvæmt fjárlögum. Niðurstaða rekstrarreiknings ársins 2020 er sú sama samkvæmt báðum aðferðum en aðferð Pírata gerir það að verkum að eignir og eigið fé er 47,3 m.kr. hærra en ella væri.

Ársreikningur Pírata 2020 (pdf)

Mynd með færslu