Landgræðsla ríkisins - endurskoðunarskýrsla 2020

24.01.2022

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Landgræðslu ríkisins fyrir árið 2020. Ársreikningur Landgræðslu ríkisins var síðast endurskoðaður 2013 vegna ársins 2012.

Landgræðsla ríkisins - endurskoðunarskýrsla 2020 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Vakin er athygli á eftirfarandi athugasemdum og ábendingum:

  1. Fjárveiting og rekstur
    Afkoma ársins vegna rekstrar var neikvæð um 94,6 m.kr. á árinu 2020. Samkvæmt skýringum stofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis skýrist frávik að mestu leyti af rangri flokkun fjárheimilda en fjárveiting til fjárfestinga að fjárhæð 75 m.kr. sem ætluð var til varna gegn landbroti var ranglega flokkuð sem fjárfestingarheimild. Fallist er á þá skýringu en ekki er um að ræða eignfærslu í bókhaldi stofnunarinnar  vegna aðgerða sem ráðist var  í á árinu við varnir gegn landbroti.  Rekstrarhalli ársins 2020 var því í raun lægri sem þessu nemur og sömuleiðis staða ónotaðrar fjárveitingar til fjárfestingar í árslok 2020.
     
  2. Innra eftirlit
    Lagt er til að unnið verði  í að bæta innra eftirlitsumhverfi stofnunarinnar.  Tryggja þarf aðgreiningu starfa sem snúa að fjárreiðum, bókhaldi og launavinnslu. Fara þarf yfir og skjalfesta helstu verkferla sem snúa að fjármálum m.a. að verkferlum sem snúa að tekjum og tekjuinnheimtu. Formfesta þarf samanburð áætlunar við rauntölur innan ársins og fara þarf reglulega yfir aðgangsheimildir starfsmanna að einstökum kerfum í  bókhaldi stofnunarinnar og loka óviðeigandi aðgangi. 
     
  3. Endurgreiddur virðisaukaskattur
    Skoða þarf fyrirkomulag á endurgreiðslu virðisaukaskatts af aðkeyptri þjónustu og gera upp endurgreiðslur vegna áranna 2020 og 2021.

Lykiltölur

Þróun tekna og gjalda 2015-2020
Tekjur (m.kr.)
Gjöld (m.kr.)
Eigið fé í árslok