Fæðingarorlofssjóður - endurskoðunarskýrsla 2021

02.06.2022

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Fæðingarorlofssjóðs fyrir árið 2021. Ársreikningurinn er byggður á bókhaldi Fæðingarorlofssjóðs og öðrum upplýsingum stjórnenda.

Fæðingarorlofssjóður var síðast endurskoðaður vegna ársins 2020.

Fæðingarorlofssjóður - endurskoðunarskýrsla 2021 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

 1. Gera þarf þjónustusamning 
  Ítrekuð er fyrri ábending um að gerður verði þjónustusamningur milli  félags- og vinnumarkaðs-ráðuneytis og Vinnumálastofnunar um þjónustu Vinnumálastofnunar vegna Fæðingarorlofssjóðs. Að mati Ríkisendurskoðunar væri eðlilegt að allur kostnaður vegna Fæðingarorlofssjóðs væri færður í bókhald sjóðsins.
   
 2. Skráning verklagsreglna
  Lagt er til að unnið verði enn frekar að skráningu verklagsreglna og verkferla hjá sjóðnum. Fara þarf yfir og endurmeta verkferla í ljósi breytinga sem orðið hafa í starfseminni einkum með aukinni stafvæðingu sjóðsins.
   
 3. Yfirdráttur á bankareikningi 
  Gerð er athugasemd við yfirdrátt sjóðsins á bankareikningi í árslok 2021 en samkvæmt reglum um sjóðstýringu er slíkur yfirdráttur óheimill. Á móti á sjóðurinn inneign hjá ríkissjóði. Lagt er til að rætt verði við fagráðuneyti og Fjársýslu ríkisins um bætta sjóðstýringu þannig að ekki þurfi að koma til yfirdráttar á bankareikningum sjóðsins.

Lykiltölur

Þróun tekna og gjalda 2017-21
Tekjur (m.kr.)
Gjöld (m.kr.)