Íslandspóstur ohf. – úttekt að beiðni fjárlaganefndar

Skýrsla til Alþingis

25.06.2019

Ríkisendurskoðandi hefur lokið úttekt á Íslandspósti ohf., sem gerð var að beiðni fjárlaganefndar Alþingis.

Á árunum 2013-2018 var uppsafnað tap Íslandspósts ohf. 246 m.kr. Til að bregðast við greiðsluvanda félagsins ákvað Alþingi í september 2018 að veita félaginu lán, alls 500 m.kr. á 6,2% vöxtum til eins árs. Heimilt er að breyta því láni í hlutafé. Í fjárlögum 2019 er heimild til að endurlána félaginu allt að 1,5 ma. kr. og leggja félaginu til aukið eigið fé.

Ríkisendurskoðandi telur að Íslandspóstur ohf. þurfi að hagræða verulega í starfsemi sinni, s.s. með sameiningu dreifikerfa og einföldun afgreiðslu á pósthúsum.

Meðfylgjandi eru einnig birt svör ríkisendurskoðanda við tilteknum spurningum fjárlaganefndar Alþingis, sem birtast einnig sem viðauki í skýrslunni um Íslandspóst ohf.

Sjá nánar skýrsluna

Spurningar fjárlaganefndar vegna Íslandspósts ohf. og svör

Mynd með frétt