Íslandspóstur ohf. 2. útg.

26.09.2019

Þessi skýrsla er unnin að beiðni Alþingis og á grundvelli laga nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.

Íslandspóstur ohf. 2. útg. (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Rekstrarvandi
Til að bregðast við rekstrarvanda félagsins á árinu 2018 var gjaldskrá í einkarétti hækkuð og samþykkt heimild til að leggja á viðbótargjald á erlendar sendingar. Útlit er fyrir að þessar aðgerðir, sem komu til framkvæmda á árinu 2019, muni bæta fjárhagsstöðu félagsins í bráð en undirliggjandi rekstrarvandi er enn þá til staðar og óvissa ríkir um áhrif boðaðs afnáms einkaréttar á rekstur félagsins.

Mannauðsmál
Árið 2018 voru 743 stöðugildi hjá Íslandspósti ohf. og var starfsmannavelta um 37%. Félagið þarf að tryggja að fjöldi og samsetning mannauðs hjá félaginu haldist í hendur við breytingar á starfseminni. Fjöldi stöðugilda hjá Íslandspósti ohf. hefur almennt ekki þróast í takt við síminnkandi umsvif í kjarnastarfsemi félagsins ef litið er til síðustu 10 ára.

Vert er að hafa í huga
lþjóðasamningar eru einn helsti áhrifaþáttur á starfsemi póstþjónustu. Frumvarp til nýrra heildarlaga um póstþjónustu tekur mið af breytingum á reglum Evrópusambandsins um starfsemina. Þær lúta m.a. að afnámi einkaréttar ríkja á þessu sviði og verður einkaréttur félagsins þannig afnuminn verði frumvarpið samþykkt.

Lykiltölur

Tekjur starfsþátta (m.kr.)
Gjöld starfsþátta (m.kr.)