Framkvæmd fjárlaga á fyrri árshelmingi 2018

Stjórnmálastarfsemi

27.11.2018

Tekjur ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins námu tæpum 406 milljörðum, 4,5% umfram áætlun. Á sama tíma voru útgjöld ríkissjóðs 4,3% lægri en áætlanir sögðu til um, alls 378 milljarðar.

Heildarjöfnuður, munur á tekjum og gjöldum, var því jákvæður um 28 milljarða. Rúmlega 90% af tekjum ríkissjóðs eru skattar og tryggingagjöld, alls 758 milljaðar. Skattar og tryggingagjöld voru 1,5% umfram áætlun var og um 5,7% hærri en á sama tíma árið 2107.

Ráðuneytin fylgjast almennt vel með rekstri og rekstrarstöðu þeirra stofnana og fjárlagaliða sem undir þau heyra. Ekki er að sjá að ráðuneyti nýti varasjóði málaflokka. Þá eru ákvæði um heimild til flutnings fjárheimilda innan málaflokka að mestu óvirk.

Gjöld 248 fjárlagaliða voru undir áætlun, alls um 21,7 milljarða. Gjöld 156 fjárlagaliða voru hins vegar yfir áætlun, alls um 11,5 milljarða. Hafa þarf þó hugfast að inneignir og skuldir frá fyrra ári hafa ekki verið fluttar yfir á þetta ár. Áætlað er að raunverulegar útgjaldahækkanir á árinu, miðað við fjárlög, nemi tæpum 2 milljörðum. Þar munar mestu um hækkun gjaldfærðra lífeyrisskuldbindinga vegna launahækkana og fjölgunar lífeyrisþega, aukin kostnaðar Vegagerðarinnar um vegna vetrarþjónustu og aukna útgjaldaþörf m.a. vegna fæðingarorlofs og dómkrafna. Á móti kemur að vaxtakostnaður ríkissjóðs, útgjöld vegna lífeyrisgreiðslna og kostnaður vegna vaxtabóta verða líklegast nokkuð lægri en fjárlög gera ráð fyrir.

Spurningar hafa vaknað um hvernig heimilt sé að nýta fjárheimildir almenns varasjóðs (málefnasvið 34), með tilliti til ákvæða í lögum um opinber fjármál nr. 123/2015. Ríkisendurskoðandi telur að hraða verði setningu reglugerðar um ráðstöfun fjár úr almennum varasjóði en tekur að svo búnu ekki afstöðu til álitaefna varðandi ráðstöfun sjóðsins.

Sjá nánar