Bætt eftirlit með skuldbindandi samningum

Skýrsla til Alþingis

18.04.2018

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar til velferðarráðuneytis frá 2015 um eftirlit og eftirfylgni með skuldbindandi samningum og til umhverfis- og auðlindaráðuneytis um meðferð upplýsinga frá aðilum slíkra samninga.

Bæði ráðuneyti hafa tekið tillit til ábendinganna og unnið að úrbótum. Þó er ítrekað mikilvægi þess að markvisst eftirlit og eftirfylgni með samningum ríkisaðila sé tryggt.

Bent er á að reglugerð nr. 343/2006 um samninga um rekstrarverkefni sem ráðuneyti og ríkisstofnanir gera til lengri tíma en eins árs var sett með stoð í þágildandi lögum um fjárreiður ríkisins nr. 88/1997 og lögum um opinber innkaup nr. 94/2001. Fjármála- og efnahagsráðuneyti er hvatt til að setja reglur um undirbúning, gerð og eftirlit með samningum hið fyrsta í samræmi við lög um opinber fjármál, sem tóku gildi 1. janúar 2016.

Sjá nánar

Mynd með frétt